Haustfundur Safnaðarfélagsins 19.október kl.20:00
Bergþór Pálsson söngvari flytur erindi um veislur og borðsiði. Hvað þarf að vita og hvað beri að varast og hvað þurfi að íhuga og tryggja fyrir góða veislu. Kaffiveitingar og fyrirspurnir. Stjórnin.
Guðsþjónustur 18. október, 19. sd. eftir þrenningarhátíð
Guðsþjónusta kl.11:00 Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Bjarni Þór Bjarnason. Sunnudagaskóli kl.11:00. Séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón hefur Rúna. Krakkakórinn syngur, stjórnandi Arnhildur Valgarðsdóttir. Undirleikari er [...]
Eftir brúðkaupið
Brúðkaup í Bíó er þema kirkjubíósins í Grafarvogskirkju á haustönn. Fyrsta myndin sem verður sýnd 12. október kl. 20:00 heitir, Eftir brúðkaupið eða Efter brylluppet. Leikstjóri og höfundur sögunnar er Susanne Bier. Jakob starfar á [...]
Fermingarhópur í Vatnaskógi
Núna er hópur fermingarbarna úr Víkur-, Borga- og Engjaskóla í Vatnaskógi. Öll skemmta þau sér konunglega eins og við var að búast. Vegna veðurs er áætluð heimkoma í kvöld (föstudag) milli klukkan 19.30 - 20:00.
Sorgarhópur fyrir foreldra látinna barna
Þriðjudaginn 6. október kl. 20:00 verður fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð í Grafarvogskirkju. Fyrirlesari verður séra Gunnar Matthíasson, sjúkrahússprestur. Í kjölfarið verður boðið upp á samfylgd í sorgarhópi fyrir þau sem misst hafa börn. Hægt [...]
Í dag
Viltu láta skíra?

Velkomið er að láta skíra barnið í guðsþjónustum í kirkjunni eða Kirkjuselinu alla sunnudaga.
Skírnin er foreldrum að kostnaðarlausu presturinn sem leiðir messuna þann daginn skírir.
Skírnir eru bókaðar í síma 5879070 eða í samráði við presta kirkjunnar.
Bein leið
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.
