Opið hús fyrir eldriborgara er í kirkjunni á þriðjudögum kl. 13:00 – 15:30. Starfið hefst á samsöng þar til helgistund hefst.  Þá er boðið upp á spil og handavinnu. Samverunni lýkur með kaffi kl. 15:00.

Prestar kirkjunnar eru með helgistundir í Kirkjuselinu á þriðjudögum kl. 10:30 fyrir eldriborgara á Eirborgum sem og aðra sem hafa áhuga. Á fimmtudögum leiða prestarnir helgistundir á sambýlinu í Logafold.

 

10. sept. Allir boðnir velkomnir, upphitun fyrir haustönn, samsöngur, dagskrá kynnt og skoðuð. Kaffi og meðlæti.

17. sept. Framhaldsaga hefst – Gátur og Hlátur.

24. sept. Haustferð – Hvalfjörður – Akranes – Reykjavík.

1. okt. Bingó – lofum flottum vinningum.

8. okt. Fyrirlestur um glerlist.

15. okt. Klippimyndagerð.

22. okt. Fyrirlestur um betri heilsu. -Helga Þórunn Sigurðardóttir Tómstunda og Félagsmálafræðingur.

29. okt. Halloween – Höfuðfatadagur. Skerum út Grasker – Graskerssúpa og Pie.

5. nóv. Fyrirlestur um Siðbót.

12. nóv. Smekkjaprjón og pokasaumur hefst.

19. nóv Reynslusögur. – Einhver úr hópnum deilir lífsreynslu.

26. nóv. Jólaföndur hefst.

3. des. Laufabrauðsbakstur – Sýning á verkum haustsins.

10. des. Jólagleði.