Kór Grafarvogskirkju
Kór Grafarvogskirkju hefur starfað frá því að sóknin var stofnuð árið 1989. Kórinn syngur við helgihald í kirkjunni og heldur reglulega tónleika þar sem hann flytur kirkjulega tónlist. Í kórnum syngja að jafnaði um þrjátíu manns. Stjórnandi kórsins er Hákon Leifsson.

Kór Grafarvogskirkju getur bætt við sig góðum söngröddum.
Áhugasamir hafi samband við Hákon Leifsson kórstjóra í síma 587 9070 eða senda tölvupóst á netfangið hakon@grafarvogskirkja.is

Um kórinn í örstuttu máli
Aðalverkefni Kórs Grafarvogskirkju er að syngja við athafnir í kirkjunni. Kórinn syngur einnig þegar messað er á Hjúkrunarheimilinu Eir.

Kórinn æfir alltaf á miðvikudagskvöldum, aukaæfingar eru þegar eitthvað þarf að æfa betur eða þegar mikið stendur til. Kórinn er þrískiptur þannig að ekki þurfa allir að koma á hverjum sunnudegi. Oft er þó meira haft við og allur kórinn syngur.

Kórinn heldur a.m.k. tvenna tónleika á ári. Kórinn hefur gert víðreist, heimsótt aðra söfnuðu bæði innanlands og utan og farið í fjórar tónleikaferðir til útlanda. Farið var til Tékklands árið 1996, Ítalíu 1999, Englands 2003 og til Finnlands vorið 2006.

Í kórnum starfa milli þrjátíu og fjörutíu manns. Félagsstarf er blómlegt og mikil samstaða meðal kórfólksins. Alltaf má bæta við góðu söngfólki. Organisti og kórstjóri er Hákon Leifsson.