Safnaðarfélag Grafarvogskirkju var stofnað 5. júní 1990 er ár var liðið frá stofnun Grafarvogssóknar. Meginmarkmið með stofnun félagsins var að styðja og styrkja kirkjulegt starf í Grafarvogssókn svo og annað menningarstarf eins og fram kemur í samþykktum félagsins.

Má með sanni segja að meginmarkmið með stofnun félagsins hafi gengið eftir. Félagar í Safnaðarfélaginu hafa verið máttarstólpar í öllu kirkju- og safnaðarstarfi og hafa með fjáröflun sinni, allt frá stofnun félagsins, fært kirkjunni ýmsar veglegar gjafir. Má í því sambandi nefna fullkominn tækjakost í eldhúsið á efri hæð kirkjunnar og hátíðarstóla við altarið.

Safnaðarfélagið hefur í gegnum árin staðið fyrir almennum félagsfundum yfir veturinn með fjölbreyttu efni bæði til fræðslu og skemmtunar.

Hægt er að hafa samband við safnaðarfélagið með því að senda póst á safnadarfelag hjá grafarvogskirkja.is

Facebook síðu safnaðarfélagsins má finna hér: https://www.facebook.com/Safna%C3%B0arf%C3%A9lag-Grafarvogskirkju-221751588169230/