Vinsamlegast skráið fermingarbarnið í fermingarfræðsluna hér á heimasíðu kirkjunnar!

Sjá undir liðnum “Skráning” hér til hægri á síðunni. Netfangið sem þið skráið inn, flyst sjálfkrafa á póstlista kirkjunnar og munu prestar kirkjunnar nota þann lista sem upplýsingaveitu inn á heimili fermingarbarna í vetur. Mikilvægt er að tilgreina prestum kirkjunnar ef foreldrar hafa ekki netfang. Einnig notum við lokaðan hóp á facebook til samskipta og eru bæði foreldrar og fermingarbörn hvött til að fara í hópinn sem er að finna hér.

Foreldrar eru hvattir til virkrar þátttöku í safnaðarstarfi vetrarins, en þeim stendur til boða, ásamt fermingarbörnum sínum, að vera messuþjónar við kirkjuna. Messuþjónar upplifa messur á nýjan hátt, sem virkir þátttakendur. Fermingarbörn sem þannig þjóna við kirkjuna, ljúka fyrr en ella þátttökuskyldu sinni í safnaðarstarfi. Allar nánari upplýsingar hjá prestum kirkjunnar.

Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta með (fermingar-) börnum sínum í guðsþjónustur safnaðarins. Þannig tengjast þeir betur fermingarundirbúningi og geta tekið þátt í samræðum við barnið um efni og innihald fermingarundirbúningsins. Gott er að fylgjast með því sem er til umræðu hverju sinni og örva umræður um viðfangsefni fermingarfræðslunnar. Sérstaklega mælum við með því að foreldrar kynni sér námsefnið sem fjallar um sakramennti kirkjunnar, sem eru heilög skírn og heilög kvöldmáltíð.

Mikilvægt er að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að umgangast kirkjuna og athafnir kirkjunnar af nærgætni og af virðingu við öll þau sem til guðsþjónustu koma, hvort heldur sem er almenn guðsþjónusta eða barnaguðsþjónusta.

Að lokum viljum við óska ykkur til hamingju með þennan áfanga, það er mikil blessun að fá að fylgja barni sínu gegnum stór tímamót í lífi þess. Guð blessi ykkur þennan fermingarvetur og samfylgdina í kirkjustarfinu.