Sunnudagaskólarnir

Sunnudagaskólar eru alla sunnudaga klukkan 11.00 á neðri hæð Grafarvogskirkju.
Tekið er fagnandi á móti fjölskyldunni allri en foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum í þessar líflegu guðsþjónustur.
Sunnudagaskólarnir byggja á efni frá Fræðslusviði Biskupsstofu sem útgefið er af Skálholtsútgáfunni.
Pétur Ragnhildarson hefur umsjón með sunnudagaskóla í Grafarvogskirkju.

6-9 ára starf í Grafarvogskirkju
Er á neðri hæð Grafarvogskirkju á mánudögum kl. 16:00 – 17:00. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson.

6-9 ára starf í kirkjuseli í Spöng
Er í kirkjuselinu á fimmtudögum kl.17:00-18:00. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson.

10 – 12 ára starf
Í kirkjunni á mánudögum kl. 17:30-18:30. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson.

Æskulýðsfélag
Í kirkjunni á þriðjudögum kl. 20:00-21:30 fyrir 8-10.bekk. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson.

Upplýsingar um barnastarfið er hægt að fá hjá Grafarvogskirkju í síma 587-9070 eða á grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is