10 til 12 ára starf er fyrir börn í 5-7 bekk. Í TTT í Grafarvogskirkju verður skemmtileg og fjölbreytt dagskrá sem hentar öllum! Það er ókeypis að taka þátt og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest!

Foreldrar skrá börn sín til þátttöku með því að fylla út skráningarupplýsingar, hér á heimasíðunni. Boðið verður uppá tvö námskeið í haust. Annars vegar í safnaðarheimili Grafarvogskirkju (efri hæð) á þriðjudögum kl 18:15-19:15 og í Kirkjuselinu á fimmtudögum kl 18:15-19:15.

Umsjón með starfinu hefur Hilda María Sigurðardóttir, fyrir frekari upplýsingar má hafa samband á netfangið hildasig99@gmail.com.

Grafarvogskirkja

Námskeiðin verða eftirfarandi þriðjudaga á efri hæð Grafarvogskirkju:

  • 10.september
  • 17.september
  • 24.september
  • 1.október
  • 8.október
  • 15.október

Því lýkur á barnamessu í Grafarvogskirkju sunnudaginn 20.október.

Kirkjuselið

Námskeiðin verða eftirfarandi fimmtudaga í Kirkjuselinu, Spönginni 43.

  • 12.september
  • 19.september
  • 26.september
  • 3.október
  • 10.október
  • 17.október

Því lýkur á barnamessu í Grafarvogskirkju sunnudaginn 20.október.