Sunnudagaskóli Grafarvogskirkju er alla sunnudaga á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00.  Þar verður ýmislegt fjölbreytt og skemmtilegt brallað og verður hláturinn aldrei langt undan. Á hverjum sunnudegi syngjum við mikið, heyrum sögur og svo er brúðan Viktoría aldrei fjarri góðu gamni. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson. Hlökkum til að sjá ykkur í vetur!

 

Birt með fyrirvara um breytingar