• Infant

    Foreldramorgnar alla fimmtudaga kl. 10-12 í Kirkjuselinu í Spöng

  • 5239923_c96e5836c2_b

    Grafarvogskirkja. Messa og sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11. Kirkjukaffi alla sunnudaga.

  • Altaristafla kirkjusels

    Kirkjuselið í Spöng. Létt messa og sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 13:00.

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér fyrir neðan til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Skrá mig í söfnuðinn

Grafarvogskirkja á Flickr

Sunnudagurinn 23. nóvember

gangbrautGrafarvogskirkja

Umferðarguðsþjónusta kl. 11

Fermingarbörn og foreldrar eru hvött til að mæta.
Félagar úr Lögreglukórnum syngja. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Séra Sigurður Grétar Helgason, Haraldur Sigurðsson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslustjóri Samgöngustofu ræða um mikilvægi þess að við sjáumst og förum varlega í umferðinni.
Börnin fá óvæntan glaðning að lokinni guðsþjónustu.
Kaffibolli eftir stund í kirkjunni.

Sunnudagaskóli kl. 11

Umsjón hefur Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og
Þóra Björg Sigurðardóttir.
Undirleikari: Stefán Birkisson.
Regína Ósk kemur og syngur fyrir börnin.

Kirkjuselið í Spöng

Guðsþjónusta kl. 13

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Vox Populi syngur.
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli á sama tíma

Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.
Undirleikari: Stefán Birkisson.

Dagur Orðsins í Grafarvogskirkju og gospelmessa í kirkjuselinu

hallgrimurPassíusálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar minnst á 400 ára árstíð hans.

Undanfarin ár hefur „ Dagur Orðsins“ verið haldinn hátíðlega í Grafarvogskirkju. Fyrsta dagskráin var tileinkuð séra Sigurbirni Einarssyni biskup. Síðan hefur verið fjallað um séra Auði Eir fyrsta kvenprestinn, séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga, séra Bjarna Þorsteinson tónskáld og heiðursborgara Siglufjarðar, séra Matthíasi Jochumsyni þjóðskáldinu, Matthías Jóhannessen ritstjóra og skáld, Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur skálds , séra Jón Steingrímsson „eldprestinn“ og nú í ár Hallgrím Pétursson á 400 ára árstíð hans.

Dagur Orðsins Í Grafarvogskirkju 16. nóvember 2014 kl. 10.00 – 13.00

„Passíusálmaskáldið“
Dagskrá tileinkuð  séra Hallgrími Péturssyni

Erindi um
séra Hallgrím Pétursson kl. 10.00 – 11.00

Smári Ólason organisti
“Gömlu lögin við Passíusálmana”

Guðrún Jóhanna Jónsdóttir
syngur Passíusálma eftir Jón Ásgeirsson

Þórunn Sigurðardóttir
„Unun var augum mínum“
Sorg og huggun í erfiljóðum Hallgríms Péturssonar

Hátíðarmessa kl.11.00

Séra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar
Prestar Grafarvogskirkju séra Vigfús Þór Árnason, séra Guðrún Karls Helgudóttir, séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og séra Sigurður Grétar Helgason þjóna fyrir altari.
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti og kórstjóri: Hákon Leifsson

Sunnudagaskóli kl. 11.00 á neðri hæð kirkjunnar

Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Undirleik annast Stefán Birkisson

Gospelmessa í kirkjuselinu kl. 13.00

Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar fyrir altari. Eva Björk Valdimarsdóttir, guðfræðingur, prédikar. Vosx populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli í kirkjuselinu kl. 13.00

Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir. Birkir Stefánsson sér um undirleik.

Að lokinum guðsþjonustum verður boðið upp á léttar veitingar.

Velkomin!

Guðsþjónustur næsta sunnudag

kristnibodsdagurGrafarvogskirkja

Kristniboðsdagurinn
Guðsþjónusta kl. 11.00
Kristján Þór Hreinsson flytur hugvekju.
Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar fyrir altari.
Kór kirkjunnar syngur.
Organsit: Hákon Leifsson.

Sunnudagaskóli kl. 11.00
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir.
Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.
Undirleikari: Stefán Birkisson.

Kirkjuselið í Spöng

Guðsþjónusta kl. 13.00
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjuvinir syngja.
Organisti: Hákon Leifsson.

Sunnudagaskóli á sama tíma.
Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir.
Undirleikari: Stefán Birkisson.

Opið hús á vegum Birtu í Grafarvogskirkju 11. nóvember kl. 20:00

Birta er landssamtök foreldra/forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust.  Samtökin bjóða upp á opið hús í Grafarvogskirkju annan þriðjudag í mánuði (nema annað sé tekið fram). Gengið er inn á neðri hæð við hlið bókasafnsins. Hér er hægt að kynna sér samtökin.557926_491034660943207_290176021_n

Engar bókanir eru nauðsynlegar og allir velkomnir!

Helgihald sunnudaginn 2. nóvember

Eldri-borgarar-2Grafarvogskirkja – Allra heilagra messa

Guðsþjónusta kl. 14.00

Eins og undanfarin ár býður Grafarvogssöfnuður sérstaklega þeim sem misst hafa ástvini sína á áinu, til guðsþjónustu, sem og eldri borgurum safnaðarins. Þann dag er „þeirra sem á undan oss eru farnir“ sérstaklega minnst.

Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Guðrúnu Karls Helgudóttur og séra Sigurði Grétari Helgasyni.
Kór kirkjunnar syngur.
Einsöngur: Garðar Thór Cortes.
Organisti: Hákon Leifsson.
Eftir messu verður svonefnt „líknarkaffi“ en framlög renna í Líknarsjóð Grafarvogskirkju.

Sunnudagaskóli kl. 11

Séra Guðrún Karls Helgudóttir.Umsjón hefur Þóra Björg.
Undirleikari: Stefán Birkisson.

Kirkjuselið í Spöng

Guðsþjónusta kl. 13.00.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Vox Populi syngur.
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli á sama tíma.
Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir.
Undirleikari: Stefán Birkisson.

Síða 1 af 175123...102030...Síðasta »


Opnunartími

Opið alla virka daga kl. 10:00-16:00
Grafarvogskirkja
Við Fjörgyn
112 Reykjavík
S: 587 9070
erna@grafarvogskirkja.is