• jol2014
  • snjomynd_663

    Grafarvogskirkja. Messa og sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11. Kirkjukaffi alla sunnudaga.

  • Altaristafla kirkjusels

    Kirkjuselið í Spöng. Létt messa og sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 13:00.

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér fyrir neðan til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Skrá mig í söfnuðinn

vetrarmynd_1000

Fjórði sunnudagur í aðventu, 21. desember – jólaball og óskasálmar jólanna

Grafarvogskirkja

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00

Jólaball – Jólasveinar koma í heimsókn
Prestur: séra Arna Ýrr Sigurðardóttir
Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson
Nemendur úr Tónlistarskóla Hörpunnar leika á hljóðfæri

Kirkjuselið í Spöng

Guðsþjónusta kl. 13.00 – Óskasálmar jólanna

Organisti tekur við óskalögum og leikur jólasálmama sem þig langar að syngja.

Prestur: séra Sigurður Grétar Helgason
Forsöngvari: Björg Þórhallsdóttir
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson
Nemendur úr Tónlistarskóla Grafarvogs leika á hljóðfæri

christmas-candles

Samvera fyrir syrgjendur

Samvera fyrir syrgjendur verður í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 20.00 og eru þau sem syrgja ástvini sína sérstaklega boðin velkomin.
 Jólin og undirbúningur þeirra reynist mörgum syrgjendum erfiður tími og á samverunni gefst tækifæri til að staldra við og taka sér tíma til minnast þeirra sem ekki eru lengur meðal okkar og tendra ljós í minningu þeirra.

Dagskráin er fjölbreytt , sr. Agnes M. Sigurðardóttir flytur hugvekju og Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Samveruna leiðir sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir en organisti er Hákon Leifsson. Sungnir verða jólasálmar og að lokum er minningarstund. Öll dagskráin er túlkuð á táknmál. Eftir stundina verður boðið upp á veitingar.

Þau sem standa að þessari samveru eru Ný dögun, Landsspítalinn og Þjóðkirkjan. Fólk sem missir ástvin hefur oft tengst nánum böndum við starfsfólk þessara stofnana og hefur það fundið mikla þörf fyrir aðstandendur að fá tækifæri til að undirbúa jólin með því m.a. að heyra jólaguðspjallið og syngja jólasöngva. Það er einmitt á á stórhátíðum sem margir finna til söknuðar þegar látinn ástvin vantar í hópinn.

Myndir úr barna- og unglingastarfi

Nú er vikulega barna- og unglingastarfið í Grafarvogskirkju og kirkjuselinu komið í jólafrí. Myndir frá starfinu í vetur er hægt að skoða hér á heimasíðunni og má finna þær undir ,,ÆPicture 028skulýðsstarf“ og ,,Myndasafn“.

Starfið hefur gengið mjög vel í vetur og hlökkum við mikið til að byrja aftur með vikulega starfið þann 12. janúar.

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.

Jólakveðja frá leiðtogum í barna- og unglingastarfi Grafarvogskirkju

Æfing Stúlknakórsins fellur niður í dag!

Domus Vox

Vegna verðurs fellur niður æfing Stúlknakórs Reykjavíkur í Grafarvogskirkju.

Jólatónleikar Vox populi 19. desember kl. 20:00

Nú er komið að því að Vox Populi haldi sínu fyrstu jólatónleika. Tónleikarnir verða haldnir í Grafarvogskirkju föstudaginn 19. des, kl 20. Miðverð er 2000 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri. 10468037_701136843327510_5632569855466098387_o
Miðar verða seldir við innganginn.

Lögin sem flutt verða eru afar fjölbreytt, allt frá sígildum jólalögum yfir í lög sem í gegnum tímann hafa skapað sér sess í jólagleðinni.

Með okkur verður Tríó Kjartans Valdemarssonar og beatboxarinn Arnar Ingi Richardsson.
Einsöngvarar koma úr röðum kórsins og stjórnandi er að sjálfsögðu Hilmar Örn Agnarsson.

Hlökkum til að eiga með ykkur notalega jólastund.

Síða 1 af 177123...102030...Síðasta »


Opnunartími

Opið alla virka daga kl. 10:00-16:00
Grafarvogskirkja
Við Fjörgyn
112 Reykjavík
S: 587 9070
erna@grafarvogskirkja.is