Sunnudagurinn 30. október í kirkjunni og Kirkjuselinu

Grafarvogskirkja kl. 11:00 Messa í kirkjunni. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar organista. Salný Vala Óskardóttir nemandi í söngskóla Reykjavíkur syngur einsöng. Sunnudagaskóli á neðri hæðinni. [...]

By | 26. október 2016 | 21:50|

Biblíumatur í góðum félagsskap

Mánudagskvöldið 24. október ætlum við að hittast á neðri hæðinni í Grafarvogskirkju kl. 19:30, eiga saman góða stund, fræðast um Biblíumat og gæða okkur á nokkrum sýnishornum. Annars vegar er boðið upp á hátíðalax með [...]

By | 21. október 2016 | 19:43|

Útvarpsmessa, Selmessa og sunnudagaskólar 23. október

Grafarvogskirkja kl. 11:00 Útvarpað verður frá guðsþjónustunni þar sem þemað verður "kosningar". Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar ásamt messuþjónum, guðfræðinemum og fulltrúum flestra stjórnmálaflokka. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju syngur. Öllum [...]

By | 19. október 2016 | 21:32|

Nýr prestur vígður til Grafarvogssafnaðar

Dr. Grétar Halldór Gunnarsson hefur verið kjörinn prestur í Grafarvogssöfnuði og mun biskup Íslands skipa hann í embættið. Kjörnefnd safnaðarins komst að þessari niðurstöðu en kosið var á milli fimm umsækjenda. Áður hafði matsnefnd metið [...]

By | 16. október 2016 | 21:01|

Barnakór Grafarvogskirkju syngur í messu sunnudaginn 16. október

Messan hefst að venju kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Barnakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur, organisti er Agnar Már Magnússon. Allir eru velkomnir. Sunnudagaskólinn er á neðri hæðinni á sama tíma, [...]

By | 14. október 2016 | 13:12|

Skoða allar fréttir

Í dag

Engir viðburðir skráðir

Viltu láta skíra?

skirn

Boðið er upp á skírnarstund í kirkjunni síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 12:30.
Skírnarstudin er foreldrum að kostnaðarlausu en organisti kirkjunnar annast tónlistina og
presturinn sem leiðir messuna þann daginn skírir.

Einnig er velkomið að láta skíra barnið í guðsþjónustum í kirkjunni eða kirkjuselinu alla sunnudaga.

Skírnir eru bókaðar í síma 5879070 eða í samráði við presta kirkjunnar.

Bein leið

Neyðarvakt

S: 899-0115

S: 899-0115

Prestar Árbæjar- Grafarvogs- og Grafarholtssafnaða hafa tekið upp samstarf um neyðarvakt utan opnunartíma kirknanna. Hægt er að hringja í þetta númer vegna neyðartilfella sem ekki þola nokkra bið.

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Tenglar