• passiusalmur

    „Á leiðinni heim“ kl. 18 í Grafarvogskirkju virka daga föstunnar. Þingmenn og ráðherrar lesa.

  • snjomynd_663

    Grafarvogskirkja. Messa og sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11. Kirkjukaffi alla sunnudaga.

  • Altaristafla kirkjusels

    Kirkjuselið í Spöng. Létt messa og sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 13:00.

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér fyrir neðan til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Skrá mig í söfnuðinn

Guðsþjónustur á Æskulýðsdegi 1. mars

Kirkjan kl. 11:oo
Æskulýðsmessa – Útvarpað verður frá messunni. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar ásamt Evu Björk Valdimarsdóttur, framkvæmdarstjóra ÆSKÞ, Þóru Björgu Sigurðardóttur, æskulýðsfulltrúa lm_kross_a3_webGrafarvogssafnaðar og fjölda barna og unglinga. Vox populi og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogi syngja undir stjórn Hilmars Agnarssonar, organista og Margrétar Pálmadóttur.

Undanfarnar vikur hafa börn í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar unnið með efnið „Ljós og myrkur“ sem samið var undir stjórn ÆSKÞ.  Tveir höfundar efnisins taka þátt í messunni, þar sem afraksturinn verður kynntur í formi myndbands, bæna og veggmynda.
Að lokinni messu verður veitingasala á vegum eldra-æskulýðsfélags kirkjunnar sem er á leið til Svíþjóðar.

Sunnudagaskóli – Umsjón hafa Ásthildur Guðmundsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjusel kl. 13:00
Selmessa – Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar ásamt messuþjónum. Kirkjuvinir syngja undir stjórn Hákos Leifssonar, organista.

Sunnudagaskóli -Umsjón hafa Ásthildur Guðmundsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Æskulýðsdagurinn er mikill hátíðsdagur í kirkjunni og þú ert sérstaklega velkomin(n)!

„Á leiðinni heim“ kl. 18 í Grafarvogskirkju virka daga föstunnar

Þingmenn og ráðherrar lesa úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar.

hallgrimur_petursson2Febrúar

18. febrúar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1. Sálmur
19. febrúar Ögmundur Jónasson 2. Sálmur
20. febrúar Óttarr Proppé 3. Sálmur
23. febrúar Birgir Ármannsson 4. Sálmur
24. febrúar Sigrún Magnúsdóttir 5. Sálmur
25. febrúar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 8. Sálmur
26. febrúar Eygló Harðardóttir 11. Sálmur
27. febrúar Katrín Jakobsdóttir 14. Sálmur

Mars

2. mars Kristján Þór Júlíusson 16. Sálmur
3. mars Elín Hirst 18. Sálmur
4. mars Ólöf Nordal 20. Sálmur
5. mars Illugi Gunnarsson 21. Sálmur
6. mars Róbert Marshall 22. Sálmur
9. mars Sigurður Ingi Jóhannsson 23. Sálmur
10. mars Lilja Rafney Magnúsdóttir 24. Sálmur
11. mars Svandís Svavarsdóttir 25. Sálmur
12. mars Bjarkey Gunnarsdóttir 26. Sálmur
13. mars Ásmundur Friðriksson 27. Sálmur
16. mars Gunnar Bragi Sveinsson 28. Sálmur
17. mars Pétur Blöndal 29. Sálmur
18. mars Unnur Brá Konráðsdóttir 33. Sálmur
19. mars Valgerður Gunnarsdóttir 36. Sálmur
20. mars Þorsteinn Sæmundsson 39. Sálmur
23. mars Össur Skarphéðinsson 42. Sálmur
24. mars Haraldur Einarsson 44. Sálmur
25. mars Kristján L. Möller 45. Sálmur
26. mars Einar J. Guðfinnsson 46. Sálmur
27. mars Jón Gunnarsson 47. Sálmur
30. mars Ragnheiður E. Árnadóttir 48. Sálmur
31. mars Guðlaugur Þór Þórðarson 49. Sálmur

Apríl

1. apríl Bjarni Benediktsson 50. Sálmur

 

Guðsþjónustur 22. febrúar í Grafarvogskirkju og kirkjuselinu

10888607_10205945030569749_838470809445633161_n

Grafarvogskirkja kl. 11:00
Messa – Séra Vigfús Þór Árnason þjónar og prédikar. Hákon Leifsson leikur á orgel og kór kirkjunnar syngur.
Sunnudagaskóli – Þóra Björg Sigurðardóttir leiðir stundina. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjuselið í Spönginni kl 13:00
Guðsþjónusta – Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Vox populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Sunnudagaskóli – Ásthildur Guðmundsdóttir leiðir stundina. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjukaffi á báðum stöðum. Velkomin!

Guðsþjónustur sunnudaginn 15. febrúar

Grafarvogskirkja kl. 11.00

8bd62fdcaaGuðsþjónusta tileinkuð starfi KFUM og KUFK – Séra Vigfús Þór Árnason þjónar. Tómas Torfason, framkvæmdarstjóri félagsins prédikar. Karlakór KFUM syngur undir stjórn Laufeyjar G. Geirlaugsdóttur. Hákon Leifsson er organisti.

Sunnudagaskóli – Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og séra Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjuselið kl. 13:00

Selmessa í léttari kantinum – Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Vox populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Angarsson.
Sunnudagaskóli – Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjukaffi á báðum stöðum!

Á leiðinni heim – Lestur Passíusálmanna í Grafarvogskirkju

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSl. 10 ára hafa ráðherrar og þingmenn lesið Passíusálmana í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar. Fyrsti lesturinn verður á öskudag, miðvikudaginn 18. febrúar og hefst kl. 18. Það er forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem byrjar. Boðið er upp á kaffi og kleinur að loknum lestri og eru allir velkomnir.

Síða 1 af 181123...102030...Síðasta »


Opnunartími

Opið alla virka daga kl. 10:00-16:00
Grafarvogskirkja
Við Fjörgyn
112 Reykjavík
S: 587 9070
erna@grafarvogskirkja.is