Sorgin og jólin – samvera syrgjenda á aðventu – táknmálstúlkun
Hin árlega samvera syrgjenda á aðventu verður haldin í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 6. desember kl. 20:00. Samveran er unnin í samstarfi Nýrrar dögunar, Landspítala og Þjóðkirkju. Erfitt getur reynst að horfa fram til jóla þegar ástvinur [...]
Hátíðin og sorgin – Samvera fyrir ekkjur og ekkla
Þriðjudaginn 4. desember, Kl. 18:00-19:00 verður samvera fyrir þau sem hafa misst maka sinn. Samveran verður í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 Reykjavík. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur og Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur fjalla um: Hátíðina og sorgina. Heitt [...]
Fyrsti sunnudagur í aðventu – Aðventuhátíð, gospelmessa og fjölskylduguðsþjónustur
Grafarvogskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Séra Vigfús Þór Árnason og Þóra Björg Sigurðardóttir leiða ásamt Stefáni Birkissyni undirleikara. Aðventuhátíð kl. 20:00. Ræðukona: Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona. Prestar: Séra Vigfús Þór Árnason og séra Guðrún Karls Helgudóttir. Organistar [...]
jólafundur safnaðarfélags Grafarvogskirkju mánudaginn 3. desember kl. 20:00
Nú nálgast jólin óðfluga og kannski væri nú gaman að prófa nýja hluti í veisluhöldum og jólaundirbúningi? - María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður, sýnir okkur kökuskreytingar úr sykurmassa. Barkarnir – tveir flottir strákar úr Vox Populi [...]
Orðsending til syrgjandi foreldra!
Stofnfundur landssamtaka foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni með skyndilegum hætti verður haldinn föstudaginn 7. desember kl. 17:00 í Grafarvogskirkju. Tilgangur samtakanna er að standa fyrir ýmsum viðburðum og fræðslu fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur [...]
Í dag
Viltu láta skíra?

Velkomið er að láta skíra barnið í guðsþjónustum í kirkjunni eða Kirkjuselinu alla sunnudaga.
Skírnin er foreldrum að kostnaðarlausu presturinn sem leiðir messuna þann daginn skírir.
Skírnir eru bókaðar í síma 5879070 eða í samráði við presta kirkjunnar.
Bein leið
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.
