Nú nálgast jólin óðfluga og kannski væri nú gaman að prófa nýja hluti í veisluhöldum og jólaundirbúningi? – María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður, sýnir okkur kökuskreytingar úr sykurmassa.
Barkarnir – tveir flottir strákar úr Vox Populi syngja nokkur vel valin jólaleg lög.
Eyrún Ingadóttir les úr nýútkominni bók sinni, Ljósmóðurinni, sem fjallar um Þórdísi Símonardóttur, íslenska alþýðuhetju og eina af hinum týndu konum Íslandssögunnar.
Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur jóla- og aðventulög eins og honum einum er lagið.
Jólalegar veitingar.
Við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest og hvetjum ykkur til að
taka með ykkur gesti.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Safnaðarfélagsins