Opið hús hjá Birtu þriðjudaginn 8. september kl. 20!
Birta - Landssamtök eru samtök foreldra/forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Samtökin verða með opið hús í Grafarvogskirkju einu sinni í mánuði í vetur. Velkomin!
Fermingardagarnir eru komnir!
Í morgun var dregið um hvaða bekkur fermist á hvaða degi næsta vor. Smelltu á þessa frétt til þess að sjá fermingardaga vorið 2016.
Dregið um fermingardaga í guðsþjónustu sunnudaginn 6. september
Guðsþjónusta kl. 11.00. Dregið verður um fermingardagana. Fermingarbörnum úr Kelduskóla og Vættaskóla ásamt foreldrum er sérstaklega boðið. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Grétari Helgasyni og séra Gunnari Einari Steingrímssyni nývígðum presti [...]
Söguleg og hrifnæm stund er fyrsti djákni Grafarvogskirkju var vígður í Niðarósdómkirkju
Séra Gunnar Einar Steingrímsson fyrrverandi djákni Grafarvogskirkju fyrstur Íslendinga til að hljóta prestvígslu í Niðarósdómkirkju síðan Jón Arason biskup var vígður í katólskri tíð. Fyrsta íslenska prestvígslan í Niðarósdómkirkju síðan Siðbótin varð að raunveruleika. Talið [...]
Sunnudagaskólinn hefst nk. sunnudag!
Sunnudaginn 6. september verður sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11 og í Kirkjuselinu kl. 13. Þóra Björg Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar hefur umsjón með sunnudagaskólanum og Rósa Ingibjörg Tómasdóttir sér um sunnudagaskólann í Kirkjuselinu. Stefán Birkisson sér [...]
Í dag
Viltu láta skíra?

Velkomið er að láta skíra barnið í guðsþjónustum í kirkjunni eða Kirkjuselinu alla sunnudaga.
Skírnin er foreldrum að kostnaðarlausu presturinn sem leiðir messuna þann daginn skírir.
Skírnir eru bókaðar í síma 5879070 eða í samráði við presta kirkjunnar.
Bein leið
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.
