Sunnudagaskólinn hefst á ný eftir sumarfrí!
NÚ BYRJAR SUNNUDAGASKÓLINN! 2. september byrjar sunnudagaskólinn á neðri hæð Grafarvogskirkju kl. 11:00. Þar syngjum við af hjartans list um kærleikann, vináttuna og gleðina. Sögurnar af Jesú sem er besti vinur okkar eru sagðar og [...]
Prjónamessa, Selmessa og sunnudagaskóli
Prjónamessa í Grafarvogskirkju Í Grafarvogskirkju er starfræktur öflugur prjónaklúbbur. Sunnudaginn 2. september klukkan 11:00 verður prjónamessa í kirkjunni, en það er kaffihúsaguðsþjónusta með prjónaívafi. Prjónarar eru sérstaklega hvattir til að mæta með prjónana eða aðra [...]
Guðsþjónusta sunnudaginn 26. ágúst
Sunnudaginn 26. ágúst verður guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar og barn verður borið til skírnar. Organisti er Hákon Leifsson og félagar úr Kór Grafarvogskirkju leiða söng.
Kaffihúsamessa sunnudaginn 19. ágúst
Sunnudaginn 19. ágúst verður kaffihúsamessa í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og barn verður borið til skírnar. Organisti er Hákon Leifsson og forsöngvari leiðir söng. Verið velkomin!
Sænskur drengjakór með tónleika í Grafarvogskirkju
Fimmtudaginn næstkomandi, þann 16. ágúst kl 17:00 verður sænski drengjakórinn, Gosskören Katarina Kyrka, með litla tónleika í Grafarvogskirkju. Kórinn sá er hér á skemmtiferðalagi. Hann starfar að staðaldri í hinni mikilvirku Katarina kyrkan, sem er [...]
Í dag
Viltu láta skíra?

Velkomið er að láta skíra barnið í guðsþjónustum í kirkjunni eða Kirkjuselinu alla sunnudaga.
Skírnin er foreldrum að kostnaðarlausu presturinn sem leiðir messuna þann daginn skírir.
Skírnir eru bókaðar í síma 5879070 eða í samráði við presta kirkjunnar.
Bein leið
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.
