Fimmtudaginn næstkomandi, þann 16. ágúst kl 17:00 verður sænski drengjakórinn, Gosskören Katarina Kyrka, með litla tónleika í Grafarvogskirkju. Kórinn sá er hér á skemmtiferðalagi. Hann starfar að staðaldri í hinni mikilvirku Katarina kyrkan, sem er í miðborg Stokkhólms, en í þeirri kirkju munu vera 8 kórar. Kórinn syngur dagskrá af ýmsu tagi, létta sem og íhugandi -þenkjandi tónlist. Þarna koma einnig fram félagar úr Barnakór Grafarvogskirkju og Kór Grafarvogskirkju. Stjórnandi tónleikanna er organistinn og kórstjórinn Gregory Lloyd. Aðgangseyrir er ókeypis og tónleikarnir munu taka um það bil eina klukkustund. Endilega að taka með ykkur vini og fjölskyldu og eiga með okkur notalega stund í Grafarvogskirkju.