Sunnudagaskólinn hefst á ný eftir sumarfrí!

//Sunnudagaskólinn hefst á ný eftir sumarfrí!

NÚ BYRJAR SUNNUDAGASKÓLINN!

2. september byrjar sunnudagaskólinn á neðri hæð Grafarvogskirkju kl. 11:00. Þar syngjum við af hjartans list um kærleikann, vináttuna og gleðina. Sögurnar af Jesú sem er besti vinur okkar eru sagðar og svo koma Rebbi og Mýsla og vinir þeirra í heimsókn og skemmta okkur konunglega! Fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur og síðast en ekki síst, BÖRNIN OKKAR! Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn!

By |2018-08-29T09:07:41+00:0029. ágúst 2018 | 09:07|