Fréttir

Opið hús – kyrrðarstund 25. október

By |2022-10-18T11:14:46+00:0023. október 2022 | 14:06|

Þriðjudaginn 25. október verður opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13:00-15:00. Margt er sér til gamans gert s.s. spilað, sungið og spjallað. Hrekkjavaka, skerum grasker og verðum með ýmiss konar [...]

Djúpslökun – fimmtudag 20. október

By |2022-10-11T11:11:53+00:0018. október 2022 | 13:00|

Djúpslökun verður á neðri hæð Grafarvogskirkju næstkomandi fimmtudag kl. 17:00 - 18:00. Umsjón hefur Jarþrúður Karlsdóttir jógakennari. Ef fólk vill má það koma með sína eigin dýnu. Djúpslökunin verður alla fimmtudaga kl. 17:00 - 18:00 [...]

Mannréttindakvöld 6. október

By |2022-10-04T11:57:28+00:004. október 2022 | 11:57|

Fimmtudaginn 6. október kl. 19:30 verður mannréttindakvöld í Grafarvogskirkju. Bjarndís Helga Tómasdóttir og sr. Hildur Björk Hörpudóttir ræða mannréttindi hinasegin fólks.   Systur sjá um tónlistina.   Verið öll hjartanlega velkomin!

Prjónaklúbbur – fimmtudagur 29. september 2022

By |2022-09-20T11:19:59+00:0027. september 2022 | 13:30|

Fimmtudaginn 29. september verður prjónaklúbbur í Grafarvogskirkju! Prjónaklúbburinn hefst kl. 20:00. Það er bæði gott og gaman að hittast með prjóna eða hvað annað handverk. Njóta þess að spjalla og fá sér kaffisopa.   Umsjón [...]

Helgihald sunnudagsins 2. október

By |2022-09-28T10:43:34+00:0027. september 2022 | 11:42|

Sunnudaginn 2. október verður guðsþjónusta í Grafarvogskirkju. Guðsþjónustan hefst kl. 11:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson.   Sunnudagaskóli er á neðri hæð kirkjunnar á sama tíma. Umsjón [...]

Kyrrðarstund – þriðjudag 27. september

By |2022-09-26T10:42:51+00:0026. september 2022 | 11:00|

Þriðjudaginn 27. september verður kyrrðarstund í Grafarvogskirkju. Kyrrðarstundin hefst kl. 12:00. Kyrrðarstund er hugljúf stund með fyrirbænum, altarisgöngu og tónlist. Að kyrrðarstundinni lokinni er boðið uppá léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi. Verið öll hjartanlega velkomin!

Kveðjumessa 25. september kl. 11:00

By |2022-09-23T10:49:23+00:0021. september 2022 | 17:32|

Sunnudaginn 25. september kl. 11:00 kveðjur sr. Grétar Halldór Gunnarsson Grafarvogssöfnuð eftir 6 ára þjónustu. Sr. Sigurður Grétar Helgason og sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjóna. Drengur verður fermdur í messunni. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti [...]

Haustferð opna hússins – 27. september

By |2022-09-19T09:08:21+00:0019. september 2022 | 09:06|

Haustferð eldri borgara í Grafarvogskirkju verður farin þriðjudaginn 27. september. Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju kl. 10:00 og Borgum kl. 10:15. Farið verður á Þingvelli  þar sem haustlitirnir skarta sínu fegursta. Við skoðum Þingvallakirkju [...]

Go to Top