Haustferð eldri borgara í Grafarvogskirkju verður farin þriðjudaginn 27. september.

Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju kl. 10:00 og Borgum kl. 10:15.

Farið verður á Þingvelli  þar sem haustlitirnir skarta sínu fegursta.

Við skoðum Þingvallakirkju þar sem við fáum leiðsögn og sögu kirkjunnar frá Torfa Stefáni Jónssyni.
Þaðan leggjum við leið okkar á Flúðir.

Hádegisverður og skoðunarferð á sveppabúinu Farmets Bistró á Flúðum.

Ferðin kostar kr. 6,500.- á mann.

Innifalið er rúta, hádegismatur, kaffi og skoðunarferð.

Áætluð heimkoma er kl. 16:00.

Skráning í síma 587 9070 eða senda netfangið kristin@grafarvogskirkja.is

Verið öll velkomin!