Þriðjudaginn 18. október verður opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju.

Opna húsið er kl. 13:00-15:00.

Margt er sér til gamans gert s.s. spilað, sungið og spjallað.

Gestur verður Stefán Halldórsson. Hann er áhugamaður um ættfræði og segir frá sínu grúski.

Að opna húsinu loknu er boðið uppá kaffi og meðlæti.

Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir, djákni.

 

Kyrrðarstund hefst kl. 12:00.

Það er kyrrlát stund með fyrirbænum, altarisgöngu og tónlist.

Að kyrrðarstund lokinni er boðið uppá léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi.

Verið öll hjartanlega velkomin!