Messa með fermingu sunnudaginn 28. júní sem er 3. sunnudagur eftir þrenningarhátíð
Í messunni verða fermd tvö börn. Prestar: Séra Guðrún Karlsdóttir og séra Vigfús Þór Árnason. Organisti: Hákon Leifsson. Kór kirkjunnar leiðir söng. Hægt er að nálgast lestra dagsins hér: http://kirkjan.is/truin/kirkjuarid/b/trinitatis-03. Allir velkomnir!
Messa 21. júní, kl. 11:00
Þessi sunnudagur er 2. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Hægt er kynna sér efni dagsins á vef Þjóðkirkjunnar. Prestur: Séra Lena Rós Matthíasdóttir Kór Grafarvogskirkju leiðir safnaðarsöng Organisti: Hákon Leifsson Meðhjálpari: Anna Einarsdóttir Lesari: Jón G. Hauksson, [...]
Sjómannadagurinn í Grafarvogskirkju
Næstkomandi sunnudag þann 7. júní verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Grafarvogskirkju. Bænastund verður kl. 10:00 við Grafarvoginn við bátalægi, fornt naust sem er fyrir neðan kirkjuna sem er ein af þeim kirkjum landsins sem stendur [...]
Siglfirðingamessa, sunnudaginn 24. maí, kl. 14:00
Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari Ræðumaður: Jóna Möller Kór Siglufjarðarkirkju leiðir söng Organisti: Antonía Hevesi Einsöngvarar: Hlöðver Sigurðsson og Þorsteinn Freyr Sigurðsson Ritningarlestur: Félagar úr stjórn Siglfirðingafélagsins Að lokinni guðsþjónustu er kaffisamsæti Siglfirðingafélagsins
Í dag
Viltu láta skíra?

Velkomið er að láta skíra barnið í guðsþjónustum í kirkjunni eða Kirkjuselinu alla sunnudaga.
Skírnin er foreldrum að kostnaðarlausu presturinn sem leiðir messuna þann daginn skírir.
Skírnir eru bókaðar í síma 5879070 eða í samráði við presta kirkjunnar.
Bein leið
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.
