Forsíða2025-09-18T14:47:59+00:00

Grafarvogssókn safnar fyrir nýju orgeli

Flugmessa í annað sinn á Íslandi

Sunnudaginn 26. apríl kl. 11:00 verður haldin Flugmessa í Grafarvogskirkju. Hún hefst með því að þyrla Landhelgisgæslunnar lendir við kirkjuna kl. 10:30 með presta og þátttakendur í messunni innanborðs. Flugfólk af öllum gerðum tekur þátt í messunni.
Allir eru boðnir velkomnir, „flugfólk“ er beðið um að mæta í einkennisklæðnaði sínum, sem er notaður í dag eða var það á sínum tíma.

Lesa nánar um flugmessuna

By |22. apríl 2015 | 10:35|

Sunnudagurinn 19. apríl

Sunnudaginn 19. apríl verða síðustu fermingarnar í Grafarvogskirkju þetta árið. Fermingarmessurnar eru á óvenjulegum tímum, 10:30 og 13:30 og gott fyrir kirkjugesti að hafa það í huga. Sunnudagaskólinn er hins vegar á sínum stað kl. 11. Þá verður Kirkjuselið í Spöng á hefbundnum tíma kl. 13. Við vonumst til að sjá þig hjá okkur.
Skoða nánari upplýsingar

By |12. apríl 2015 | 22:00|

Í dag

Engir viðburðir skráðir

Viltu láta skíra?


Velkomið er að láta skíra barnið í guðsþjónustum í kirkjunni eða Kirkjuselinu alla sunnudaga.

Skírnin er foreldrum að kostnaðarlausu presturinn sem leiðir messuna þann daginn skírir.

Skírnir eru bókaðar í síma 5879070 eða í samráði við presta kirkjunnar.

Bein leið

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Tenglar

Go to Top