Nýtt í Grafarvogssöfnuði! Kyrrðarstund í Kirkjuselinu á fimmtudögum kl. 12:10
Í vetur verður kyrrðarstund í Kirkjuselinu á fimmtudögum kl. 12:10. Þetta er ljúf stund með altarisgöngu, fyrirbænum og tónlist. Á eftir verður boðið upp á kaffisopa. Kyrrðarstundirnar verða ekki í kirkjunni á miðvikudögum eins og [...]
Barna- og æskulýðsstarf Grafarvogskirkju í haust
Í næstu viku mun barna- og æskulýðsstarfið í Grafarvogskirkju rúlla af stað. Boðið verður upp á spennandi dagskrá og viðburði fyrir alla aldurshópa. Dagskrá má nálgast undir flipanum Æskulýðsstarf.
Tvær guðsþjónustur, tveir sunnudagaskólar 4. september kl. 11:00 og 13:00!
Grafarvogskirkja kl. 11:00 Sunnudagaskóli á neðri hæð kikrjunnar. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir guðfræðinemi. Undirleikari er Stefán Birkisson. Efni vetrarins er afar skemmtilegt og það verður gaman að koma aftur saman í kirkjunni með Þóru, [...]
Guðsþjónusta sunnudaginn 28. ágúst kl. 11
Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar í guðsþjónustu á sunnudaginn í Grafarvogskirkju. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng, organisti er Hákon Leifsson. Barn verður borið til skírnar. Kaffisopi að messu lokinni.
Messa sunnudaginn 21. ágúst
Sunnudaginn 21. ágúst verður messa kl. 11 í Grafarvogskirkju. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Hákon Leifsson er organisti og kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Molasopi eftir messu, allir velkomnir.
Í dag
Viltu láta skíra?

Velkomið er að láta skíra barnið í guðsþjónustum í kirkjunni eða Kirkjuselinu alla sunnudaga.
Skírnin er foreldrum að kostnaðarlausu presturinn sem leiðir messuna þann daginn skírir.
Skírnir eru bókaðar í síma 5879070 eða í samráði við presta kirkjunnar.
Bein leið
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.
