Foreldramorgnar

Foreldramorgnar 2017-11-06T14:13:02+00:00

InfantÁ fimmtudögum eru foreldramorgnar í Kirkjuselinu í Spöng frá kl. 10-12.
Við eigum góðar stundir saman yfir kaffibolla og annað slagið fáum við
fyrirlesara til að fræða okkur um hin ýmsu málefni.
Góð aðstaða er fyrir vagna.

Þið finnið okkur á fésbókinni undir “Foreldramorgnar Grafarvogskirkju í
Spönginni”.

Dagskrá vetrarins:
2. nóv – Spjall og veitingar
9. nóv – Evolvia Markþjálfun kemur í heimsókn og segir okkur frá því hvernig
markþjálfun getur nýst við uppeldi
16. nóv – Létt spjall og veitingar
23. nóv – Íris frá Infantia kemur í heimsókn og ræðir við okkur um næringu
ungbarna ásamt því að kynna fyrir okkur ýmsar sniðugar vörur fyrir börn
30. nóv – Létt spjall og veitingar
7. des – Eva Hrönn förðunarfræðingur kemur í heimsókn og kennir okkur
einfalda hátíðarförðun fyrir jólin
14. des – Jólaföndur sem hentar fyrir yngstu börnin
21. des – Jólastund

Verið hjartanlega velkomin!