Uppstigningardagur sem tileinkaður hefur verið eldri borgurum, verður haldinn hátíðlegur í kirkjum landsins 10. maí

Hátíðarguðsþjónusta verður í Grafarvogskirkju kl. 14.00

Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. 

Karlakór Grafarvogs syngur undir stjórn Írisar Erlingsdóttur. Einar Bjartur Egilsson sér um undirleik og einsöngvari er Sveinn Jónsson. 

Kaffi og veitingar í boði sóknarnefndar og Safnaðarfélags Grafarvogskirkju að lokinni guðsþjónustu.

Karlakórinn syngur í kaffisamsætinu.

Verið innilega velkomin!