Á föstudaginn langa stendur mikið til í Grafarvogskirkju. Þá verður settur lokahnykkur á stórt verkefni tengt Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Alla föstuna, eða síðustu 40 daga, hafa alþingismenn og ráðherrar skipst á að lesa einn Passíusálm á dag í Grafarvogskirkju og fengið góðar viðtökur. Á föstudaginn langa nær svo gjörningurinn hámarki þegar Passíusálmarnir verða lesnir í heild sinni af fjölbreyttum hópi rithöfunda og skálda. Lesturinn hefst kl. 13.00 í Grafarvogskirkju og lýkur skömmu fyrir kl. 18.00. Eftirfarandi lesarar koma fram:

Árni Bergmann
Einar Már Guðmundsson
Guðmundur Brynjólfsson
Halldór Armand
Hjörtur Pálsson
Kristín Eiríksdóttir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Soffía Bjarnadóttir
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigurbjörn Þorkelsson
Vilborg Davíðsdóttir
Þórarinn Eldjárn
Þóra Karítas Árnadóttir
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir