tonleikar-2015-05-09Laugardaginn 9. maí verða kórar Grafarvogskirkju með sameiginlega vortónleika kl. 17 í kirkjunni.

Tónleikarnir eru tileinkaðir okkar fremstu laglínumeisturum, þeim Jóni Ásgeirssyni og Gunnari Þórðarsyni. Kór Grafarvogskirkju, Vox Populi og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju koma fram ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og sjö manna hljómsveit. Stjórnandi tónleikanna er Hilmar Örn Agnarsson.

Flutt verða sígild dægurlög Gunnars ásamt köflum úr Brynjólfsmessu, en sú messa var upptaktur að óperunni Ragnheiði. Flutt verður Biblíukantatan ,,Leyfið börnunum að koma til mín“ eftir Jón Ásgeirsson auk þekktra og sígildra kórlaga eftir Jón.

Aðgangseyrir er 2500 kr. Hægt er að fá miða í forsölu hjá kórfélögum á kr. 2000