Kammerkór Grafarvogskirkju  stendur  fyrir flutningi á Jóhannesar passíu J.S.Bachs þann 12. apríl    kl 17 ásamt Barokksveit upprunahljóðfæra sem skipuð er hljóðfæraleikurum sem sérhæfa sig í að leika á upprunaleg hljóðfæri barokktímans. Hér um einstæðan atburð að ræða. Benedikt Kristjánsson tenór mun syngja guðspjallamanninn og mun koma sérstaklega til þess um langan veg frá Berlín til að syngja. Ágúst Ólafsson bassi mun syngja Jesú. Jóhanna Ósk Valsdóttir mun syngja alt og Þóra Björnsdóttir sópran en þær eru auk þess meðlimir í kammerkórnum.

johannesarpassia_poster

Kammerkórinn er skipaður atvinnumönnum, þ.e. 12 manna kór en aðalvettvangur hans til þessa hefur verið að syngja við athafnir, svo sem útfarir og messur. Í kórnum er einungis lært söngfólk. Einnig munu fjórir söngnemar kirkjunnar syngja með í kórnum, einn í hverri rödd, þeim til lærdóms og uppbyggingar. Safnaðarkór Grafarvogskirkju  mun syngja með í sálmahluta verksins en það tíðkaðist á tímum Bachs að söfnuðurinn tæki þátt í flutningi verksins með því að taka undir. Góðir söngvinir kirkunnar munu einnig taka þátt , eins gefst tónleika gestum sjálfum kostur á að taka þátt í þessum hluta verksins, en nótur sálmanna verða í efnisskrá tónleikanna.

Sökum þess að Hallgrímur Pétursson hefði orðið hundrað ára á þessu ári verður reynt að skapa lágværa passíustemningu fyrir tónleika með því að fara einradda með passíusálma í söng  fyrir tónleika. Þetta er gert til þess að gefa tónleikum meira inntak athafnar og gjörðar, svona í anda fyrri tíðar í kirkjunni. Það er Hákon Leifsson, tónlistarstjóri kirkjunnar sem stjórnar flutningnum en hann hefur töluverða reynslu af flutningi sígildra tónverka  kórbókmenntanna. Í flutningi verksins verður tónlistin leikin á upprunahljóðfæri, samskonar hljóðfæri og notuð voru á tímum Bachs en það þýðir tóntegund verksins er í kamertón sem er hálftóni lægri en tóntegundir nútímans. Þessir tónleikar eru meðal annars liður í því að heiðra minningu Hallgríms Péturssonar, en á þessu ári eru liðin 400 ár frá fæðingu hans.