Samkvæmt gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta Þjóðkirkjunnar er kostnaður við prestsverk eftirfarandi:
- Skírn í messu/guðsþjónustu og í skírnarstund í kirkjunni er ókeypis
- Skírn í sérathöfn í kirkju eða í heimahúsi: 6.701kr.
- Hjónavígsla: 12.445 kr.
- Að auki leyfist prestum að rukka fyrir akstur ef skírn fer fram í heimahúsi eða annars staðar en í kirkjunni.
- Aðstandendur greiða presti ekki beint fyrir útför, sú greiðsla fer í gegnum skrifstofu þess kirkjugarðs sem viðkomandi er greftraður í.
Sjá má gjaldskrá á síðu stjórnartíðinda hér.
Ef vilji er til þá er hægt að fá kirkjuna eða safnaðarheimilið til leigu. Ofan á leiguna bætist svo vinna kirkjuvarðar en hvorugt er leigt út án kirkjuvarðar sem vinnur í tímavinnu.
Kirkjan/safnaðarheimili
- Efri hæð leigð út til veislu eða fundarhalds: 45.000.-
- Vinna kirkjuvarðar bætist ofan á
Tónleikahald
- Kirkja og safnaðarsalur á efri hæð, litlir kórar, lítið tilstand: 70.000.-
- Stærri tónleikar, mikil miðasala, mikið tilstand: 300.000.-
- Kirkjuvörður og stefgjöld bætast ofan á