Barnastarf í Grafarvogskirkju er fyrir börn á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekk). Það verður skemmtileg og fjölbreytt dagskrá sem hentar öllum! Það er ókeypis að taka þátt og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest!

Foreldrar skrá börn sín til þátttöku með því að fylla út skráningarupplýsingar, hér á heimasíðunni. Boðið verður uppá námskeið á vorönn á neðri hæð Grafarvogskirkju á mánudögum kl. 17-18.

Umsjón með starfinu hefur Hilda María Sigurðardóttir, fyrir frekari upplýsingar má hafa samband á netfangið aeskulydsstarf@grafarvogskirkja.is

Grafarvogskirkja

Barnastarf verðaur eftirfarandi mánudaga í Grafarvogskirkju:

  • 13. október
  • 20. október
  • 27. október
  • 3. nóvember
  • 10. nóvember
  • 17. nóvember

Því lýkur á æskulýðsmessu í Grafarvogskirkju sunnudaginn 23. nóvember kl 11:00.

Dagskrá

Dagskráin er fjölbreytt, létt hressing verður í boði, sagðar verða Biblíusögur, farið með bænir, sálmar sungnir, föndrað og farið í leiki.