Domus Vox

Barna- og unglingakór Grafarvogs

Grafarvogskirkja og Tónlistaskóli Reykjavíkur hafa samstarf um Barna- og unglingakór Grafarvogs. 

Kóræfingar verða aldurskiptar fyrir yngri (1. – 3. bekkur) og eldri kór (4. -10. bekkur).Yngri meðlimum býðst að bæta við sig hljóðfærasmiðju sem er liður í forskólanámi Tónlistarskólans í Grafarvogi. Eldri kórinn mun vinna að meira krefjnadi verkefnum og hljóta leiðsögn í söngtækni og fjölradda söng. Við vonumst til að sjá alla kórmeðlimi frá fyrri árum og bjóðum nýja meðlimi velkomna.

Kórstjóri er Auður Guðjohnsen.

Hlóðfærasmiðju kennir Sævar Helgi Jóhannsson.

Æfingar eru á þriðjudögum í Grafarvogskirkju:

Yngri kór – Forskóli

16:30-17:00 Hljóðfærasmiðja (flauta og ásláttarhljóðfæri))

17:00-17:40 Söngur / kór

Eldri kór – Sönghópur

18:10-18:50 Söngur / kór

Umsóknir fara fram á tongraf.is Veljið flipann „Sækja um“. Til að fara í yngri kór, veljið Forskóli en fyllið inn viðbótarupplýsingar ef barnið á einungis að sækja kóræfingar án hljóðfærasmiðju. Til að sækja um eldri kór veljið Sönghópur.

Kórgjald:

Yngri kór haust og vorönn kr. 62.000.-

Eldri kór haust og vorönn kr. 62.000.-

Yngri kór og hljóðfærasmiðja haust og vorönn kr. 120.000.-

Hægt er að nýta frístundastyrk og skipta í allt að sex greiðslur í Sportabler. Systkinaafsl’attur er 10%.

25% afsláttur af kórgjaldi ef meðlimir sækja einnig hljóðfæranám við tónlistarskólann.