Prestar kirkjunnar annast fermingarfræðsluna og skiptast hóparnir með eftirfarandi hætti niður á prestana, veturinn 2025 – 2026

  • Sr. Aldís Rut Gísladóttir verður með fræðslu á miðvikudögum í Grafarvogskirkju
  • Sr. Sigurður Grétar Helgason verður með fræðslu á mánudögum í Grafarvogskirkju og þriðjudögum í Kirkjuseli

Fermingarfræðslan er einn umfangsmesti þátturinn í starfi safnaðarins. Því má öllum vera ljóst að fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra setja sterkan svip á vetrardagskrá kirkjunnar. Prestar kirkjunnar hvetja foreldra að leiða fjölskyldur sínar til aukinnar þátttöku í safnaðarstarfi kirkjunnar á þessum sérstaka tíma í lífi fermingarbarnsins.

Fermingarfræðsla hefst samkvæmt stundaskrá 8., 9., og 10. september.
Facebook hópurinn okkar heitir Fermingar vorið 2026 í Grafarvogskirkju. Við hvetjum bæði forráðafólk og fermingarbörn til að skrá sig í þennan hóp, því þar koma inn upplýsingar um ýmislegt sem varðar fermingarstarfið.

Fermingarfræðsla 2025 – 2026

Grafarvogskirkja

  • Mánudagar kl. 15:30 – Hópur I (Folda- og Rimaskóli)
  • Mánudagar kl. 16:30 – Hópur II (Folda- og Rimaskóli)
  • Miðvikudagar kl. 15.15 – Hópur V (Foldaskóli)
  • Miðvikudagar kl. 16.15 – Hópur VI (Foldaskóli)

Kirkjusel

  • Þriðjudagar kl. 15:30 – Hópur III (Víkur- og Rimaskóli)
  • Þriðjudagar kl. 16:30 – Hópur IV (Víkur- og Rimaskóli)

Samverur vetrarins

Fermingarfræðsla á mánudögum og miðvikudögum verður í Grafarvogskirkju, fræðslan á þriðjudögum er í Kirkjuseli, Borgum Spönginni  samkvæmt stundaskrá

Þemadagarnir eftir áramót verða laugardaginn 10. janúar, laugardaginn 7. febrúar og laugardaginn 28. febrúar.  kl. 9:00 – 12:00.
Með fyrirvara um breytingar.

Vetrarfrí

Vetrarfrí frá fermingarfræðslu verður 27. og 28. október.

Fermingarferð í Vatnaskóg

Dagana 2. og 3.  október  er stefnt að dagsfer í Vatnaskóg með hópinn. Hópnum verður skipt upp og fer annar hópurinn 2. október en hinn hópurinn 3. okóber. Það er ekki skyldumæting í þessa ferð en við hvetjum eindregið til að börnin komin með.

Foreldrar þurfa að sækja um leyfi frá skóla vegna ferðarinnar.

Guðsþjónustur

Fermingarnámskeiðið samanstendur af vikulegum samverum í kirkjunni fram að áramótum, þremur þemadögum eftir áramót, ferð í Vatnaskóg og guðsþjónustum. Til þess að fermast þarf að mæta í samverurnar og í 14 guðsþjónustur yfir veturinn, sjö fyrir áramót og sjö eftir áramót. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl. 11:00 og í Kirkjuselinu í Borgum í Spönginni kl. 13:00. Fermingarbörn fá ekki stimpil fyrir að mæta í sunnudagaskóla þó þau séu velkomin þangað. Nokkrum sinnum yfir veturinn býðst fermingarbörnunum að taka sérstakan þátt í guðsþjónustunni (vera messuþjónar) og fá auka stimpla. Þau sem hafa áhuga á því hafa samband við þann prest sem hefur umsjón með hópnum þeirra. Með þessu móti er hægt að vera fljótari að safna þessum 14 stimplum. Hægt er að vera messuþjónn í messu sem umsjónarprestur hópsins er með.

Æskulýðsfundir í kirkjunni á þriðjudögum kl. 20:00

Æskulýðsfundir eru í boði fyrir fermingarbörn alla þriðjudaga kl. 20:00. Fjölbreytt dagskrá verður í boði. Þeim sem mæta reglulega gefst kostur á að taka þátt í Landsmóti æskulýðsfélaga í október og í Febrúarmóti í Vatnaskógi.

Veikindi og forföll

Ef fermingarbarn kemst ekki í tíma vegna veikinda er mikilvægt að hafa samband við prestinn sem hefur umsjón með hópnum. Það er hægt að láta viðkomandi prest vita með tölvupósti. Ef fermingarbarn kemst ekki í tíma af öðrum ástæðum er mikilvægt að láta vita og mæta í einhvern annan tíma í vikunni í staðinn. Í boði eru nokkrir mismunandi tímar í hverri viku þannig að yfirleitt er hægt að finna einhvern tíma sem passar.

Fermingar

Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra skrá sig sjálf á fermingardaga. Hver skóli fær úthlutað ákveðnum fermingardögum en einnig er velkomið að velja daga sem merktir eru öðrum skólum.