
Hinn sívinsæli viðburður, Sálmar og bjór verður á Ölhúsinu í Grafarvogi fimmtudaginn 4. desember kl. 17. Við hittumst á barnum, syngjum saman jólasálmana og valin jólalög undir stjórn organista og starfsfólks Grafarvogskirkju. Kórfólk kirkjunnar tekur þátt og úr verður skemmtileg söngstund fyrir alla fullorðna söngfugla. Aðgangur ókeypis, öll velkomin!