
Sunnudaginn 23. nóvember kl. 11:00 er fjölskyldu-flæðimessa í Grafarvogskirkju.
Við vinnum með þema vináttunnar. Dísa og Júlí Heiðar koma og syngja fyrir okkur, meðal annars lagið: Öll í sama liði, sem samið var fyrir Dag gegn einelti.
Víðsvegar um kirkjuna verða stöðvar þar sem hægt er að föndra, búa til vináttuarmbönd, fara í ratleiki og margt fleira skemmtilegt. Fólk flæðir á milli eins og því hentar. Í lokin er léttur hádegisverður í boði.
Aldís, Anna Bíbí, Heba, Jónína og Stebbi leiða stundina.
Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00.
Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar.
Vox Populi leiðir söng.
Undirleikari er Stefán Birkisson.
Verið hjartanlega velkomin !