Sunnudaginn 2. nóvember kl. 11:00 verður Allra heilagra messa í Grafarvogskirkju.

Vígðir þjónar kirkjunnar þjóna fyrir altari.

Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar. Látinna minnst í kertaljósaathöfn. Kór Grafarvogskirkju undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur leiðir söng.

Að messu lokinni er veislukaffi og tekið við frjálsum framlögum í líknarsjóð kirkjunnar. Posi á staðnum.

Verið öll velkomin!