Opið hús kl. 13:00-15:30 þriðjudaginn 28. janúar.
Vigfús Bjarni Albertsson fyrrum sjúkrahúsprestur nú forstöðumaður Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar er gestur okkar þriðjudaginn 28. janúar.
Nýverið gaf hann út bók sína Hver vegur að heiman er vegur heim.
Bókin er bæði einlæg og fræðandi, á erindi við okkur öll. Persónuleg frásögn af hans eigin lífsins verkefnum sem og reynslu hans af lífinu.
Heillandi, einlæg og falleg bók.
Kyrrðarstund hefst kl. 12:00
Hugljúf tónlist, fyrirbænir og altarisganga.
Að kyrrðarstund er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi.