Grafarvogskirkja er að leita að kirkjuverði í 65% stöðu.

Starf kirkjuvarðar er afar fjölbreytt, annasamt og
skemmtilegt. Í því felst meðal annars að taka á móti
þeim sem koma í kirkjuna, aðstoða við athafnir og sjá um veitingar þegar það á við. Einnig að halda kirkjunni snyrtilegri, sinna léttu viðhaldi og hafa eftirlit með húsnæði og lóð.

Kirkjuvörður þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, vinnusamur, sjálfstæður, stundvís og hafa bíl til umráða. Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga á kirkju og kristnu trúarlífi.

Unnið er á virkum dögum og aðra hvora helgi og er möguleiki á aukavinnu vegna viðburða í kirkjunni.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2018 og þarf umsækjandi að geta hafði störf sem fyrst.

Umsóknir ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur berist á netfangið formadur@grafarvogskirkja.is eða til Grafarvogskirkju, bt. Formanns sóknarnefndar, Fjörgyn, 112 Reykjavík.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur Þjóðkirkjunnar.

Nánari upplýsingar um starfið veita formaður sóknarnefndar, Anna Guðrún Sigurvinsdóttir fomardur@grafarvogskirkja.is og sóknarprestur, séra Guðrún Karls Helgudóttir gudrun@grafarvogskirkja.is