
Grafarvogssókn leitar að hressum og hugmyndaríkum æskulýðsfulltrúa í 50% starfshlutfall frá 15. janúar 2026.
Æskulýðsfulltrúi,
-
Skipuleggur barna- og unglingastarf kirkjunnar í samstarfi við presta safnaðarins.
-
Stýrir sunnudagaskóla, barnastarfi og æskulýðsfélagi.
-
Tekur þátt í flæðimessum og fjölskyldustundum.
-
Býr til auglýsingar og efni á samfélagsmiðla og hefur samskipti við foreldra.
-
Sækir starfsmannafundi einu sinni í viku og hefur umsjón með leiðtogum.
Við leitum að þér ef þú hefur:
-
Áhuga á að vinna með börnum og unglingum í kirkjustarfi.
-
Menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi.
-
Sköpunargáfu og hugmyndaflug.
-
Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfileika til að vinna í teymi en jafnframt geta unnið sjálfstætt.
Umsóknarfrestur er til 23. desember 2025.
Umsókn og ferilskrá skal senda á póstfangið formadur@grafarvogskirkja.is
Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð og verður það kannað hjá þeim sem verður ráðinn í starfið.
Nánari upplýsingar veitir sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur, arna@grafarvogskirkja.is og Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar, formadur@grafarvogskirkja.is
—