
Hátíðarguðsþjónusta verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 16. nóvember kl. 11:00.
Vígðir þjónar kirkjunnar ásamt kórum og tónlistarfóli kirkjunnar taka þátt í guðsþjónustunni.
Heiðursgestir verða forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.
Léttar veitingar í boði sóknarnefndar.
Sunnudagaskóli á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar.
Athugið!
Það verður ekki Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng þennan sunnudag.
Verið öll velkomin í hátíðarguðsþjónustuna í Grafarvogskirkju.