Elín Pálsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga, og ekkja sr. Vigfúsar Þórs Árnasonar, sóknarprests í Grafarvogssókn, varð bráðkvödd þann 9. ágúst sl. Elín var lengi vel burðarás í starfi Safnaðarfélags Grafarvogssóknar og starfi safnaðarins, hún var eiginmanni sínum stoð og stytta auk þess að gegna ábyrgðarstörfum og sinna fjölskyldu sinni af mikilli kostgæfni.
Grafarvogssöfnuður á Elínu mikið að þakka og vottar afkomendum hennar og ástvinum öllum dýpstu samúð, og þakkar fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf í áratugi í þágu safnaðar og samfélags í Grafarvogi.
Blessuð sé minning merkrar konu, megi Elín Pálsdóttir hvíla í friði.