Hefur þú ástríðu fyrir kirkjutónlist?
Grafarvogssókn leitar að skapandi og metnaðarfullum organista til starfa. Ef þú ert lipur orgelleikari og kraftmikill kórstjóri með áhuga á fjölbreyttu helgihaldi, þá er þetta tækifæri fyrir þig!
Starfshlutfall er allt að 100%, eftir samkomulagi.
Helstu starfsskyldur organista eru eftirfarandi
(ath. tveir organistar deila þessum starfsskyldum og skipta með sér verkum):
- Orgelleikur við helgihald í Grafarvogskirkju, Kirkjuselinu í Spöng og á hjúkrunarheimilinu Eir.
- Að stýra og hafa umsjón með öðrum af tveimur kórum kirkjunnar, þ.m.t. að standa fyrir tónleikum bæði á haustönn og vorönn.
- Að leiða tónlist í vikulegum kyrrðarstundum.
- Umsjón með hljóðfærum kirkjunnar.
- Undirleikur í samsöng eldri borgara og á kóræfingum barnakórs Grafarvogs í Grafarvogskirkju.
- Önnur tilfallandi verkefni s.s. að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd menningarviðburða safnaðarins og styðja við annað safnaðarstarf í samstarfi við sóknarprest, sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar, eftir því sem rúmast innan starfsskyldna og starfshlutfalls.
Hæfni:
- Umsækjandi þarf að minnsta kosti að hafa lokið kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærilegu prófi í kirkjutónlist.
- Hafa reynslu af tónlistarflutningi við helgihald og kórstjórn.
- Umsækjandi þarf að hafa gaman af fjölbreyttu helgihaldi, vera hugmyndaríkur og hafa áhuga á að taka þátt í að byggja upp tónlistarstarf í söfnuðinum.
- Umsækjandi þarf að hafa færni í samskiptum, getu til að vinna í hóp og hæfni til að starfa sjálfstætt.
- Íslenskukunnátta er nauðsynleg auk almennrar tölvufærni.
Að öðru leyti vísast til starfsreglna þjóðkirkjunnar um kirkjutónlist.
Staða organista heyrir undir organista/tónlistarstjóra Grafarvogssóknar. Organisti sinnir helgihaldi að jafnaði aðra hvora helgi. Gert er ráð fyrir því að organisti/tónlistarstjóri og organisti leysi hvor annan af í fríum.
Grafarvogskirkja er ein stærsta kirkja landsins og er vinsæl fyrir athafnir og tónleika. Í kirkjunni er nýlegt og glæsilegt orgel auk flygils. Í kapellu kirkjunnar eru tvö lítil pípuorgel. Í kjallara er flygill auk hljómborðs í hliðarherbergi. Organistar kirkjunnar deila stórri skrifstofu á efri hæð.
Í Grafarvogssókn er helgihald allan ársins hring í Grafarvogskirkju, yfir vetrartímann í Kirkjuseli í Spöng og mánaðarlega á hjúkrunarheimilinu Eir auk stórhátíða. Þrír kórar eru við kirkjuna: Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi sem æfa undir stjórn organistanna tveggja, og Barnakór Grafarvogs í Grafarvogskirkju sem rekinn er í samstarfi við Tónskólann í Reykjavík. Auk organista/tónlistarstjóra og organista starfa þrír prestar, einn djákni, æskulýðsfulltrúi, kirkjuverðir og ritari við kirkjuna.
Umsóknarfrestur er til 6. júní 2025. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2025, eða eftir samkomulagi. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi FÍO og Þjóðkirkjunnar.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn og ferilskrá á netfangið formadur@grafarvogskirkja.is.
Nánari upplýsingar veitir Anna Guðrún Sigurvinsdóttir formaður sóknarnefndar í síma 858 1002, formadur@grafarvogskirkja.is