Uppstigningardagur í Grafarvogskirkju – 29. maí!

Guðsþjónusta kl. 11:00 og veislukaffi á eftir.

Karlakór Grafarvogs syngur undir stjórn Írisar Erlingsdóttur.

Kjartan Valdimarsson leikur á píanó með kórnum og eins í kaffinu eftir messuna.

Vígðir þjónar kirkjunnar þjóna fyrir altari.

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra flytur hugleiðingu.

Verið velkomin!