Námskeiðin eru fyrir 6-9 ára börn og verða sem hér segir:

  • 1. námskeið: 10. – 13. júní (4 dagar)
  • 2. námskeið: 11. – 15. ágúst (5 dagar)
  • 3. námskeið: 18. – 21. ágúst (4 dagar)

Námskeið nr. 1 og 3 eru 4 dagar og kosta 15.000 kr. Námskeið nr. 2 er 5 dagar og kostar 17.000 kr.

(Athugið að lágmarksskráning þarf að nást til að námskeið verði haldið)

Námskeiðin eru virka daga frá klukkan 8:00-16:00.

Börnin koma með sitt eigið nesti fyrir hvern dag. Boðið er upp á hafragraut í morgunmat og djús í kaffinu fyrir þau börn sem það vilja.

SMELLIÐ HÉR FYRIR SKRÁNIINGU

Dagskrá (ath. þetta eru drög og dagskráin gæti breyst)

Hver dagur byggist upp á rólegum stundum, sögum, fræðslu, fjöri og útiveru.

Rólegar stundir
Sögur, leiklist eða spjall.

Frjáls tími
Spil, föndur, perlur, leikir og fleira í boði.

Fræðslustundir
Á hverjum degi er fræðsla úr Biblíunni.

Fjör
Sundverð, ævintýraferð, íþróttir, náttfatapartý, hæfileikasýning, vatnsrennibraut, pylsupartý, leikir, rugldagur og margt margt fleira.

Útivera
Skógarferð, gönguferð, ævintýraferð, buslferð og fleira.

Nánari upplýsingar

Upplýsingar er hægt að fá í síma 587-9070 og í gegnum netfangið jonina1sigrun@gmail.com