Mikil dagskrá verður í Grafarvogskirkju um aðventu, ,jól og áramót!

Jólavox 9. desember kl. 18:00 – Jólatónleikar Vox Populi

Tónleikarnir verða haldnir í kirkjunni.

Frábær lagalisti, skemmtilegar útsetningar og húmor.

Stjórnandi kórsins er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Jólin heima 16. desember kl. 17:00 – Jólatónleikar Kórs Grafarvogskirkju

Flutt verða jólatengd lög í anda aðventunnar í kirkjunni.

Einsöngvarar eru Ari Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt VoxPopuli kórnum og Barna og unglingakór Grafarvogs í Grafarvogskirkju.

Stjórnandi kórs Grafarvogskirkju er Hákon Leifsson.

Jólaball 17. desember kl. 11:00

Dansað verður í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn.

Óskasálmar jólanna í Kirkjuselinu 17. desember kl. 13:00

Við syngjum jólasálmana í Vörðumessu. Tekið verður við óskasálmum. Vox Populi leiðir söng.

Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Aðfangadagur 24. desember

Beðið eftir jólunum – Jólastund barnanna kl. 11:00

Syngjum saman jólalög og hlustum á sögu. Umsjón með stundinni hefur Hulda Berglind Tamara.

Undirleikari er Stefán Birkisson.

Aftansöngur kl 17:00 í Kirkjuselinu í Spöng

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar.

Vox Populi leiðir söng. Einsöngur Marína Ósk.

Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Aftansöngur kl. 18:00 í Grafarvogskirkju 

Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Einsöngur Sigríður Ósk Kristjánsdóttir.

Organistar eru Hákon Leifsson og Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Miðnæturguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 23:30

Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar.

Kammerkór Grafarvogskirkju leiðir söng.

Organisti er Hákon Leifsson.

Jóladagur 25. desember

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Einsöngur Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú).

Organisti er Hákon Leifsson.

Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl 15:30

Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Einsöngur Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú).

Organisti er Hákon Leifsson.

Gamlársdagur 31. desember

Aftansöngur kl. 18:00 í Grafarvogskirkju

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Einsöngur Hildigunnur Einarsdóttir.

Organisti er Hákon Leifsson.

Nýársdagur 1. janúar

Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14:00

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Einsöngur Gissur Páll Gissurarson.

Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir.