Starfshlutfallið er 70% og ráðið frá og með 15. ágúst. Barna og æskulýðsstarfið er
fjölbreytt í Grafarvossókn s.s. 6-9 ára starf, 10-12 ára starf, sunnudagaskóli, æskulýðsfélag, ævintýranámskeið o.fl. Starfsstöðvarnar eru tvær, kirkjan og Kirkjuselið í Spöng.

Grafarvogskirkja er góður vinnustaður, þar starfar öflugt teymi sem æskulýðsfulltrúinn er hluti af.  Í boðið er góð starfsaðstaða fyrir æskulýðsfulltrúann.

Mikilvægt er að æskulýðsfulltrúinn geti sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, sé góður leiðtogi sem á auðvelt með að vinna með öðrum. Við leitum eftir manneskju sem hefur reynslu, og jafnvel menntun, í að starfa með börnum og unglingum.  Viðkomandi þarf að vera opin/n gagnvart fjölbreytileika mannlífsins, vera tilbúin/n til að vinna út frá krisnum gildum og geta leitt bænastundir.

Umsóknarfrestur er til 10. maí og nánari upplýsingar veitir sóknarprestur, Guðrún Karl Helgudóttir (gudrun@grafarvogskirkja.is/6973450) og formaður sóknarnefndar Anna Guðrún Sigurvinsdóttir (formadur@grafarvogskirkja.is).

Velkomin að hafa samband!