Sunnudaginn 18. september kl. 11:00 verður hátíðarguðsþjónusta.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir nýtt orgel kirkjunnar.

Prestar safnaðarins, djákni, organistar og formaður sóknarnefndar þjóna í athöfninni.

Allir kórar kirkjunar syngja.

Organistar eru Hákon Leifsson og Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Flutt verða tvö frumsamin orgelverk við vígsluna.

Boðið verður upp á veitingar að guðsþjónustu lokinni.

 

Orgelvígslutónleikar verða kl. 19:30.

Hinn víðkunni  orgelleikari Hans-Ola Ericsson leikur á orgelið tónlist eftir Bach, Sibelius, Haydn, Brahms o. fl.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis.

Verið öll hjartanlega velkomin!