Vegna sóttvarnarreglna verður helgihald í Grafarvogskirkju með breyttu sniði í dymbilviku og um páska.

Öllu helgihaldi verður streymt á Facebook-síðu Grafarvogskirkju og sumt verður einnig á Instagram.

Skírdagskvöld kl. 20:00 verður Vox populi með „Tónlistarkveðju“. Stjórnandi og undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson.

Föstudaginn langa kl. 11:00  „Sjö orð Krists á krossinum“. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir.

Laugardagskvöldið 3. apríl kl. 23:00 verður Páskavaka – Guðsþjónusta í beinu streymi. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjónar ásamt fleirum. Vox Populi leiðir söng. Orrganisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Páskavakan er Guðsþjónustan þar sem ljósið er borið inn í kirkjuna á táknrænan hátt og útdeilt til þátttakenda þeim til blessunar og helgunar.

Páskadagsmorgunn kl. 08:00 „Kristur er upprisinn“. Prestar safnaðarins flytja örhugleiðingar á Instagramsíðu Grafarvogskirkju. Einnig birt á Facebook.

Við óskum öllum gleðilegrar páskahátíðar!