Þar sem nýjar sóttvarnarreglur varðandi fjöldatakmarkanir og fleira hafa tekið gildi getur ýmiss starfsemi hafist á ný sem er mikð fagnaðarefni. Öllum sóttvarnarreglum verður fylgt s.s. fjöldatakmörkunum og grímunotkun. Samt sem áður viljum við biðja fólk að gæta vel að eigin sóttvörnum.

Fyrst er að nefna að annan hvern sunnudag verður streymt beint frá helgistund í kirkjunni. Streymið hefst kl. 11:00. Þá sunnudaga sem ekki er beint streymi er boðið uppá tvær altarisgöngur. Sú fyrri er kl. 11:00 en sú seinni kl. 12:00.Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku.

Nánari dagsetningar verða auglýstar á heimasíðunni, Facebook og mbl.is. í hvert skipti fyrir sig.

Kyrrðarstundir í kirkjunni á þriðjudögum kl. 12:00 hefjast á ný 19. janúar. Leyfilegur hámarksfjöldi er 20 manns. Matur verður á eftir. Gætt verður að öllum sóttvarnarreglum.

Helgistundir í Kirkjuselinu á þriðjudögum kl. 10:30 hefjast eins á ný 19. janúar en þar geta verið 10 manns í hvert sinn.

Starf fyrir börn og unglinga fyrir utan sunnudagaskólann hefst á ný og verður með sama hætti og áður. Nánar má lesa um það undir flipanum Barna- og unglingastarf hér á heimasíðunni.