Í samræmi við hertar sóttvarnaaðgerðir verður þjónusta kirkjunnar næstu tvær vikurnar með sama hætti og verið hefur í október. Mikið starf er áfram í boði þó með öðrum hætti en áður.

Kirkjan er opin frá 9 – 16 alla virka daga. Hægt er að koma inn í kirkjuna, kveikja á kerti og sitja í kyrrðinni.

Sunnudagaskólinn verður áfram á netinu, ratleikir eru reglulega í boði í kringum kirkjuna og æskulýðsfundirnir eru á Zoom.
Eldriborgurum er boðið upp á ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt í Facebookhópi starfsins eftir hádegi á þriðjudögum.
Fermingarbörn sækja guðsþjónustur á netinu og fá fræðsluna heim í formi myndbanda.
Helgisstundum er streymt á Facebooksíðu kirkjunnar á sunnudögum og þriðjudögum.
Allt hefðbundið kórastarf liggur niðri á þessu tímabili.

Á þessum tímum er eðlilegt að finna til kvíða og einmannaleika svo eitthvað sé nefnt. Því er mikilvægt að standa saman og láta okkur varða um hvert annað. Prestar Grafarvogskirkju bjóða upp á sálgæsluviðtöl auk þess sem tekið er við bænaefnum.

Þér er velkomið að hafa samband í síma 587 9070 eða senda póst á grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is

 

Jesús sagði: “Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.” (Matt. 11. 28)