Grafarvogskirkja verður opin kl. 9 – 16 alla virka daga á meðan samkomubann er í gildi. Á opnunartíma er svarað í síma kirkjunnar og hægt að koma og eiga hljóða stund í kirkju eða kapellu.

Helgihald
Ekkert helgihald fer fram í kirkjunni í október, hvorki í kirkjunni né Kirkjuselinu. Streymt verður frá helgistundum á þriðjudögum kl. 12 og sunnudögum kl. 11. Aðrar athafnir, s.s. skírnir, hjónavígslur og jarðarfarir fara fram skv. fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir hverju sinni.

Sálgæsla
Fyrirbænaþjónusta kirkjunnar heldur sínu striki, og hægt er að koma fyrirbænarefnum til presta og starfsfólks kirkjunnar. Sálgæsluviðtöl eru í boði á skrifstofu en einnig bjóðum við upp á viðtöl í síma eða á netinu. Hægt er að hringja í Grafarvogskirkju á opnunartíma og biðja um að prestur hringi eða senda prestunum tölvupóst.

Barna- og æskulýðsstarf
Sunnudagaskóli, 6 – 9 ára starf, 10 – 12 ára starf og starf æskulýðsfélagsins fellur niður næstu tvær vikur. Fermingarfræðslan sömuleiðis.

Facebook síða kirkjunnar er: grafarvogskirkja grafarvogi
Instagram síða kirkjunnar er: grafarvogskirkja_grafarvogi