Félagsstarf eldri borgara hefst í kirkjunni á morgun. Það hefst kl. 13 með samverustund í kirkjunni, síðan taka spil, handavinna og spjall við, og kaffiveitingarnar verða á sínum stað. Kl. 12 er kyrrðar- og fyrirbænastund sem er opin öllum og súpa á eftir.

Umsjón með eldriborgara starfinu er í höndum presta kirkjunnar ásamt Guðrúnu Eggertsdóttur, kennara og guðfræðingi. Katla og Kristín kirkjuverðir sjá um veitingarnar eins og ávallt. Við hlökkum til að sjá bæði gömul andlit og ný!