Sunnudaginn 6. september fer vetrarstarfið í Grafarvogskirkju af stað og verður guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar, organisti er Hákon Leifsson og kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins hefst á sunnudaginn og verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Fyrsta Selmessa vetrarins verður á sunnudaginn í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar, organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.